Netbókhald kaupir Notando

Net­bók­hald hef­ur gengið frá kaup­um á rekstri bók­halds- og hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Not­ando á Íslandi ehf., að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Með kaup­un­um styrk­ir Net­bók­hald stöðu sína á markaði með auknu þjón­ustu­fram­boði og tvenns kon­ar not­enda­vænu viðmóti. Bæði fyr­ir­tæk­in hafa boðið upp á ódýr­ar og auðveld­ar bók­halds­lausn­ir fyr­ir minni og miðlungs­stór fyr­ir­tæki,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá kem­ur fram að Net­bók­hald ehf. stefni á að reka bæði kerf­in sam­hliða en jafn­framt bjóða viðskipta­vin­um í Not­ando kerf­inu að færa sig á auðveld­an hátt í nýja lausn Net­bók­halds, allt eft­ir ósk­um þeirra.