Netbókhald hefur gengið frá kaupum á rekstri bókhalds- og hugbúnaðarfyrirtækisins Notando á Íslandi ehf., að því er kemur fram í tilkynningu.
„Með kaupunum styrkir Netbókhald stöðu sína á markaði með auknu þjónustuframboði og tvenns konar notendavænu viðmóti. Bæði fyrirtækin hafa boðið upp á ódýrar og auðveldar bókhaldslausnir fyrir minni og miðlungsstór fyrirtæki,“ segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að Netbókhald ehf. stefni á að reka bæði kerfin samhliða en jafnframt bjóða viðskiptavinum í Notando kerfinu að færa sig á auðveldan hátt í nýja lausn Netbókhalds, allt eftir óskum þeirra.