Í Launakerfinu er haldið utan um starfsmannaupplýsingar og bókuð launaskjöl.
Engin takmörkun er á fjölda starfsmanna. Allar nauðsynlegar skilagreinar fylgja með eins og skilagreinar til lífeyrissjóða og stéttarfélaga og skilagrein vegna staðgreiðslu. Að auki er hægt að skrifa út:
- Launaframtal,
- Launamiða
- Skýrslu yfir afdregin opinber gjöld
- Meðlagsgreiðslur
- Afdregið orlof
- Skýrslu yfir úttektir
- Útborguð laun
- Ýmislegt fleira
Launakerfið er beintengt Fjárhagskerfinu og bókast launaskjöl sjálfkrafa í Fjárhagskerfið.
Hægt er að setja fyrirtækjamerki á launaseðla, prenta þá og senda með tölvupósti. Launakerfið býður einnig upp á rafræn skil á staðgreiðslu og launamiðum til RSK
Launaskjölin er hægt að vista meðan verið er að vinna í þeim svo auðvelt er að breyta upplýsingum. Allar staðgreiðsluforsendur eru til staðar í kerfinu og er það á ábyrgð Netbókhalds.is að uppfæra þær.
Fljótlegt launakerfi
- Ótakmarkaður fjöldi starfsmanna
- Skilagreinar, launaframtal og launamiðar
- Fyrirtækjamerki á launaseðla
Rafræn samskipti
- Rafræn skil til RSK
- Launaseðlar sendir með tölvupósti